Óli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. maí 2019 21:38 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45