Óli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. maí 2019 21:38 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45