Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 17:28 Fyrsti þristurinn í leiðangrinum lenti í gærkvöldi og flaug áfram til Skotlands í dag. Vísir/Vilhelm. Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15