Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 11:36 Páll Magnússon og Magnús Geir Þórðarson. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli. Eurovision Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli.
Eurovision Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira