Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 11:00 Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15