Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 10:30 Auglýsingin birtist á opnu í Fréttablaðinu í dag. vísir/vilhelm 272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019 Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019
Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira