Hvenær kviknar líf? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. maí 2019 08:26 Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Þungunarrof Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun