Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Gígju eru.
ON:
1. Skeggbroddar, skegg og bringuhár. Já ég veit, ahah! Algjör klisja, en ég ræð ekki við mig. Það er bara eitthvað Mmmmm við þessi element.
2. Komdu mér á óvart. Varúð! Þessi liður krefst sjálfsöryggis og pínu hvatvísi. T.d svohljóðandi sms: „Hæ, vertu tilbúin eftir 10 mín!“ Á meðan er ég bara heima að horfa á Handmaid's Tale með popp og ekki að búast við neinu. Svo er ég á leiðinni í eitthvað ævintýri alveg óvart. Algjört æði.
3. Hreinskilni. Segðu það sem þú ert að hugsa. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu.
4. Góður ilmur, hann gerir svo mikið. Svo eru það iðnaðarmennirnir. Ég svag fyrir iðnaðarmönnum.
5. Svartur húmor. Ég er með mjög svartan húmor og stundum finnst fólki í kringum mig hlutir ekki fyndnir sem mér finnast fyndnir. Svolítið vandræðalegt. Væri mjög gaman að geta hlegið saman.
OFF:
1. Það er yndislegt að fá rómantískt skilaboð. En þegar þau skipta tugum yfir daginn og á næturnar, þá hugsanlega reima ég á mig „sprettarana“, hleyp í burtu og lít ekki við.
2. Mont. Þú átt ekki að þurfa að sannfæra mig um það að þú sért æði.
3. Ber að ofan sjálfsmyndir inni á klósetti. Fer alltaf að flissa þegar ég sé svoleiðis.
4. Pempíur. Þá líður mér eins og ég sé gaurinn.
5. Tuð. Ég dett alltaf út í miðju tuði og fer að hugsa eitthvað allt annað. Til dæmis um ilmandi, fyndinn iðnaðarmann með skegg og bringuhár.
![](https://www.visir.is/i/132BB57F725EF1E1FE383B34645E72AB440383532A718F3BEE491BE1FAC0F44C_713x0.jpg)
Þeir sem vilja fylgjast með Gígju þá er Instagram prófíllinn hennar hér.