Víkingsliðið vann leikinn 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Liðið er fyrsta liðið sem kemst áfram í undanúrslitin en þrjú félög bætast síðan í hópinn í kvöld þegar átta liða úrslitin klárast.
Máni Pétursson, spekingur í Pepsi Max mörkunum og Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport, benti á það á Twitter að Víkingar hafa enn ekki tapað leik á náttúrulegu grasi í sumar.
Vikingar ennþá eina ósigraða liðið á grasi.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) June 26, 2019
Víkingar voru að skipta yfir í gervigras í vor á heimavelli sínum í Víkinni og léku af þeim sökum fyrstu heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal. Nú er gervigrasið hins vegar klárt í Víkinni og Víkingar unnu mikilvægan 2-1 sigur á HK í fyrsta leiknum á nýja gervigrasinu.
Liðið hefur aftur á móti tapað þremur gervigrasleikjum í sumar en en ósigrað í fjórum leikjum sínum á grasi. Þar af hafa Víkingar farið tvisvar til Vestmannaeyja.
Tveir síðustu leikir Víkinga hafa verið á grasi og þá vann liðið baða og skoraði í þeim samtals sjö mörk. Fyrst vann liðið deildarleik á Greifavelli á Akureyri á sunnudaginn og svo bikarsigur á Hásteinsvelli í gærkvöldi.
Hér fyrir neðan má sjá leiki Víkingsleiki í sumar eftir undirlagi.
Grasleikir Víkinga í Pepsi Max deild og Mjólkurbikar í sumar:
1-1 jafntefli við ÍBV í deild (19. maí)
0-0 jafntefli við Grindavík í deild (1. júní)
4-3 sigur á KA í deild (23. júní)
3-2 sigur á ÍBV í bikar (26. júní)
Gervigrasleikir Víkinga í Pepsi Max deild og Mjólkurbikar í sumar:
3-3 jafntefli við Val í deild (26. apríl)
2-1 sigur á KÁ í bikar (1. maí)
1-1 jafntefli við FH í deild (5. maí)
1-3 tap fyrir Breiðabliki í deild (10. maí)
3-4 tap fyrir Stjörnunni í deild (15. maí)
0-1 tap fyrir KR í deild (25. maí)
Sigur í vítakeppni á KA í bikar (28. maí)
2-1 sigur á HK í deild (14. júní)