Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 08:24 Cory Booker (t.v.), Elizabeth Warren (f.m.) og Beto O'Rourke á kappræðusviðinu í gærkvöldi. AP/Wilfredo Lee Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira