Seðlabankinn tók smærra skref en markaðurinn bjóst við Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 08:30 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson situr fyrir miðju. SÍ Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13
Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30