Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020. Ísland verður fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða (e. frontier markets) en þar á meðal eru Kasakstan, Litháen og Rúmenía. Flokkunin er endurskoðuð á hálfs árs fresti. „Það eru líkur á því að við förum upp um nokkra flokka á komandi árum og það getur haft úrslitaáhrif fyrir markaðinn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Þó nokkuð mikið af fjármagni í heiminum fylgir þessum vísitölum og að því leyti eru þetta gleðifréttir fyrir markaðinn.“ Eins og Markaðurinn greindi frá komu fulltrúar MSCI til landsins í vor til að funda með forsvarsmönnum Fossa markaða. Þá hefur vísitölufyrirtækið rætt við þá erlendu hluthafa sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Íslenski markaðurinn er nú þegar á leið inn í mengi vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í september en niðurstaðan úr samráðsferli MSCI verður tilkynnt í nóvember. Í umfjöllun Financial Post er rætt við erlenda sjóðstjóra um málið. Andrew Brudenell hjá Ashmore Group segist ekki vera að flýta sér að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Ávöxtunin hafi verið lág og fyrirtækin séu offjármögnuð. „Þetta er flott og allt það en við viljum sjá kerfisbreytingar. Við hefðum átt að vera þarna fyrir þremur árum en komumst ekki inn út af fjármagnshöftunum.“ „Ef við skoðum vaxtarmarkaðslönd þá er oft búist við tækifærum sem felast í umbótaferli,“ segir Julian Mayo hjá Fiera Capital. „Sjáum við fyrir okkur mikinn vöxt í hagkerfinu? Svarið er að það sé ólíklegt.“ Sjóðstjórarnir segja seljanleika á íslenska markaðinum vera áskorun. Að Marel og Arion banka undanskildum sé seljanleiki fæstra félaga nægur.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira