Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 20:00 Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi. Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi.
Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira