Marc var í stóru hlutverki hjá Toronto Raptors sem tryggði sér meistaratitilinn með sigri á Golden State Warriors, 110-114, í nótt. Toronto vann einvígið, 4-2.
Marc lék þar með sama leik og eldri bróðir sinn sem varð meistari með Los Angeles Lakers 2009 og 2010.
.@paugasol and @MarcGasol are the first set of brothers to win NBA titles(via @EliasSports) pic.twitter.com/sSFjhilNbU
— SportsCenter (@SportsCenter) June 14, 2019
Pau var fljótur að óska litla bróður, sem er reyndar 2,16 metrar á hæð, til hamingju eftir sigur Toronto í Oakland í nótt.
The @Raptors new @nba Champs!! Congratulations @MarcGasol!!!!#NBAFinals
— Pau Gasol (@paugasol) June 14, 2019
Báðir bræðurnir hófu feril sinn í NBA með Memphis Grizzlies. Pau lék með liðinu frá 2001 til 2008 þegar honum var skipt til Lakers.
Í skiptunum á Pau fékk Memphis réttinn á Marc sem lék þá á Spáni. Marc gekk í raðir Memphis 2008 og lék með liðinu þar til í byrjun þessa árs þegar honum var skipt til Toronto.
Marc skoraði þrjú stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Golden State í nótt. Í úrslitakeppninni var hann með 9,4 stig, 6,4 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Gasol-bræðurnir urðu saman heimsmeistarar með spænska landsliðinu 2006 og Evrópumeistarar 2009 og 2011. Þeir unnu einnig silfur á Ólympíuleikunum 2008 og 2012.