Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:08 Augnablikið umdeilda. Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“ Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“
Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56
Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33