Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 15:15 Flugvélin "That's All, Brother" er sú sögufrægasta í leiðangrinum en hún var forystuvél inrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15