Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 15:04 Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. „Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57
Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00