Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 15:04 Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. „Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
„Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57
Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00