Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. maí 2019 13:53 vísir/getty Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum