Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:38 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15