Lífið

Alexander Skarsgård nýtur lífsins á Vestfjörðum

Sylvía Hall skrifar
Skarsgård er mikill aðdáandi Íslands.
Skarsgård er mikill aðdáandi Íslands. Vísir/Getty
Sænski stórleikarinn Alexander Skarsgård virðist vera staddur hér á landi ef marka má færslur ljósmyndarans Ara Magg á Instagram. Á mynd sem Ari birtir á Instagram í gær má sjá leikarann sitja á trjádrumbi á Vestfjörðum.



 
 
 
View this post on Instagram
Bloody Northman in the West

A post shared by arimagg (@arimagg) on Aug 7, 2019 at 5:09pm PDT



Skarsgård er Íslendingum vel kunnugur en hann hefur leikið stór hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við True Blood og Big Little Lies. Ekki er vitað hversu lengi leikarinn hefur verið hér á landi né hvers vegna. Eitt er þó víst að hann ætlar sér að eyða tíma í náttúru Íslands.

Þetta er ekki fyrsta heimsókn leikarans til Íslands. Árið 2013 sást til leikarans í Vesturbæjarlaug þar sem hann skellti sér í gufu og kalda pottinn í lauginni. Sama ár tilkynnti hann blaðamönnum á frumsýningu sjöttu seríu True Blood að hann hygðist ætla í frí hér á landi og skella sér í vikulanga gönguferð.

Árið 2015 var leikarinn svo staddur hér á landi við tökur á myndinni War on Everyone. Þar hleypur leikarinn um götur miðbæjarins niður í Nauthólsvík áður enn hann fær sér einn bjór á Kaffibarnum.

Skarsgård er því sannkallaður Íslandsvinur og áhugasamur um náttúrulandsins, en árið 2016 sendi hann þáverandi forsetaframbjóðandanum, rithöfundinum og umhverfissinnanum Andra Snæ Magnasyni stuðningskveðjur.

Sjá einnig: Alexander Skarsgård sendi Andra Snæ kveðju

Þar hvatti hann fólk til þess að kjósa Andra Snæ í forsetakosningunum það árið. Hann væri ekki „ennþá“ með kosningarétt hér á landi en var sannfærður um að enginn gæti verið betri talsmaður okkar fallega lands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×