Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 18:27 Fjölskylda Noru óttast að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Vísir/EPA Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi. Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58
Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11