Spitfire-orrustuvélin lent í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 17:00 Spitfire-vélin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Friðrik Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18
Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06
Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48