Skotárásirnar tvær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Árásarmaður skaut 22 til bana inni í Walmart-verslun í El Paso í Texas á laugardagsmorgun. Innan við sólarhring síðar, rúmlega eitt eftir miðnætti að staðartíma, skaut annar byssumaður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Tugir særðust í árásunum.
Ekki velkominn í El Paso
Trump heimsótti eftirlifendur skotárásanna á sjúkrahús í báðum borgum í gær. Heimsókn hans til El Paso var einkum mætt með andstöðu en margir hafa sagt forsetann kynda undir innflytjendaandúð með orðræðu sinni, sem árásarmaðurinn í El Paso vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar sagðist sá síðarnefndi ætla að bjarga Bandaríkjunum frá „innrás innflytjenda“ frá rómönsku Ameríku en forsetinn hefur einmitt notað orðið „innrás“ til að lýsa straumi innflytjenda til Bandaríkjanna í gegnum landamærin við Mexíkó.Stór hópur mótmælenda tók á móti forsetanum í El Paso í gær en borgin stendur við téð landamæri. Íbúar borgarinnar eru margir af rómönskum ættum, auk þess sem fjöldi innflytjenda er þar búsettur. Myndband frá fjöldafundi mótmælendanna má sjá í spilaranum hér að neðan en Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, var á meðal þeirra sem tók til máls á fundinum. Hann sagði forsetann hafa kynt undir hatrið sem hvatti árásarmanninn til voðaverksins og væri því ekki velkominn til El Paso.
Yfirþyrmandi að hleypa fréttamönnum inn
Áður en Trump hélt til El Paso heimsótti hann Miami Valley-sjúkrahúsið í Dayton, þar sem þrjú fórnarlömb skotárásarinnar liggja inni. Athygli vakti að fréttamönnum var ekki heimilað að fylgjast með heimsókninni á spítalann.Í svari Stephanie Grisham talskonu Hvíta hússins kom fram að ekki hefði þótt við hæfi að hleypa fréttamönnum inn á spítalann og gera heimsóknina að „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“. Slíkt hefði getað orðið afar yfirþyrmandi fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
I asked @PressSec about this. Here's what she said. pic.twitter.com/rURn3nVTw8
— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 7, 2019
Þá sagði Dan Scavino, aðstoðarmaður Trumps, að forsetinn hefði fengið viðtökur á við „rokkstjörnu“ á spítalanum í Dayton.
„[…] sem náðist allt á myndband. Þau elskuðu öll að sjá stórkostlega forsetann sinn!“ skrifaði Scavino.
Hér að neðan má svo sjá myndband Hvíta hússins frá heimsóknunum til El Paso og Dayton. Einnig voru birt myndbönd frá hvorri heimsókn fyrir sig.
My time spent in Dayton and El Paso with some of the greatest people on earth. Thank you for a job well done! pic.twitter.com/TNVDGhxOpo
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 8, 2019
Trump sakaði þau þó bæði um að hafa „mistúlkað“ það sem fram fór á spítalanum í borginni í tísti sem hann birti á leið sinni til El Paso.
....misrepresenting what took place inside of the hospital. Their news conference after I left for El Paso was a fraud. It bore no resemblance to what took place with those incredible people that I was so lucky to meet and spend time with. They were all amazing!o
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2019
When the Mayor of Dayton first saw @realDonaldTrump tweet about her pic.twitter.com/Z8YdyeebXp
— Scott Wartman (@ScottWartman) August 7, 2019