Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar Heimsljós kynnir 12. júlí 2019 15:45 Save the Children. Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sáralitlu fé varið í sértækar aðgerðir til verndar börnum á átakasvæðum, að því er fram kemur í skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children sem kom út í dag. Aðeins um 0,5% af mannúðarfé er sérstaklega eyrnamerkt slíkum aðgerðum í þágu barna. Að mati Save the Children sýnir skýrslan að börn á átakasvæðum eru berskjölduð gagnvart ofbeldi, misnotkun, vanrækslu og mansali. Skýrslan er unnin í aðdraganda leiðtogafundar í New York í dag – í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan ber yfirskriftina: Unprotected: Crisis in Humanitarian Funding for Child Protection. Í henni er rýnt í framlög til barnaverndar á milli áranna 2010 og 2018 með ítarlegri greiningu á þrettán átakasvæðum, þar á meðal í Sýrlandi, Jemen, Írak og Afganistan. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að framlög almennt til mannúðaraðstoðar hafi aukist á síðustu tíu árum, þar á meðal framlög til verndar börnum, hafi þörfin fyrir aukin fjárframlög til barnaverndar aukist margfalt meira. Þannig hafi einungis 18% af fjárþörfinni verið mætt í Afganistan og 25% í Miðafríkulýðveldinu. Í skýrslunni er því haldið fram að sameining barna við fjölskyldur þeirra sé gott dæmi um árangursríka leið í barnavernd og aðgerðir í Suður-Súdan teknar sem dæmi. Þar tókst að sameina þúsundir barna og fjölskyldur þeirra sem höfðu tvístrast í borgarstyrjöldinni sem enn geisar í landinu. „Bæði mannúðarsamtök og framlagsríki verða að bæta sig gagnvart þeim sem standa höllum fæti eins og börnum sem skilin eru eftir óvernduð frammi fyrir margvíslegum ógnum. Mannúð okkar verður á endanum mæld út frá því hvernig við komum fram við börn, þau viðkvæmustu okkar á meðal. Í dag býr fimmta hvert barn á átakasvæðum og þau reiða sig á okkur, að við grípum til sameiginlegra og skjótra aðgerða þeim til verndar,“ er haft eftir Gunvor Knag Fylkesnes framkvæmdastýru Save the Children í Noregi í frétt á vef samtakanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent
Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sáralitlu fé varið í sértækar aðgerðir til verndar börnum á átakasvæðum, að því er fram kemur í skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children sem kom út í dag. Aðeins um 0,5% af mannúðarfé er sérstaklega eyrnamerkt slíkum aðgerðum í þágu barna. Að mati Save the Children sýnir skýrslan að börn á átakasvæðum eru berskjölduð gagnvart ofbeldi, misnotkun, vanrækslu og mansali. Skýrslan er unnin í aðdraganda leiðtogafundar í New York í dag – í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan ber yfirskriftina: Unprotected: Crisis in Humanitarian Funding for Child Protection. Í henni er rýnt í framlög til barnaverndar á milli áranna 2010 og 2018 með ítarlegri greiningu á þrettán átakasvæðum, þar á meðal í Sýrlandi, Jemen, Írak og Afganistan. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að framlög almennt til mannúðaraðstoðar hafi aukist á síðustu tíu árum, þar á meðal framlög til verndar börnum, hafi þörfin fyrir aukin fjárframlög til barnaverndar aukist margfalt meira. Þannig hafi einungis 18% af fjárþörfinni verið mætt í Afganistan og 25% í Miðafríkulýðveldinu. Í skýrslunni er því haldið fram að sameining barna við fjölskyldur þeirra sé gott dæmi um árangursríka leið í barnavernd og aðgerðir í Suður-Súdan teknar sem dæmi. Þar tókst að sameina þúsundir barna og fjölskyldur þeirra sem höfðu tvístrast í borgarstyrjöldinni sem enn geisar í landinu. „Bæði mannúðarsamtök og framlagsríki verða að bæta sig gagnvart þeim sem standa höllum fæti eins og börnum sem skilin eru eftir óvernduð frammi fyrir margvíslegum ógnum. Mannúð okkar verður á endanum mæld út frá því hvernig við komum fram við börn, þau viðkvæmustu okkar á meðal. Í dag býr fimmta hvert barn á átakasvæðum og þau reiða sig á okkur, að við grípum til sameiginlegra og skjótra aðgerða þeim til verndar,“ er haft eftir Gunvor Knag Fylkesnes framkvæmdastýru Save the Children í Noregi í frétt á vef samtakanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent