Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2019 10:30 Dælir út smellum fyrir JóaP og Króla, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauta og Huginn. Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. Þormóður er pródúsentinn sem vinnur og semur tónlist með mörgum af heitustu popptónlistarmönnum samtímans og á hann heiður af nokkrum af stærstu smellunum sem hljómað hafa í útvarpinu þínu undanfarin ár. Jói P & Króli, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör og Huginn eru allt tónlistarmenn sem nýtt sér hafa hæfileika þessa hógværa unga manns og eru þeir allir sammála um að Þormóður sé rísandi stjarna í heimi íslenskrar og alþjóðlegrar dægurtónlistar. Frosti Logason hitti tónlistarmanninn í Íslandi í dag í gær og einnig þá Jóa P, Króla, Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör. Þormóður er einungis 23 ára gamall og var algjörlega óþekktur þegar tónlistarmennirnir Jói P og Króli römbuðu inn í litla stúdíóið hans á Ísafirði fyrir þremur árum síðan. Fríkaði út „Þeir komu sko bara inn einmitt á meðan ég var að leggja niður taktinn og var bara nýbyrjaður á honum. Svo byrja þeir bara að freestyle-a vers yfir taktinn koll af kolli og eftir um klukkutíma var þetta bara komið og lagið nánast tilbúið,“ segir Þormóður. Á þessum tíma þekktust þeir ekki neitt en þetta var upphafið af mjög gjöfulu samstarfi sem leiddi meðal annars til þess að út kom lagið B O B A sem gerði allt vitlaust á Íslandi haustið 2017. Lagið skaut strákunum upp á stjörnuhimininn á nánast einni nóttu þegar allir fjölmiðlar á Íslandi fóru samstundis að spila lagið og fjalla um Jóa P & Króla. „Ég fæ bara gæsahúð að hugsa til baka. Þetta var ógeðslega gaman og ég man að ég var að labba í vinnuna þegar myndbandið kom út og ég horfði á það á leiðinni í vinnuna. Svo þegar ég var mættur í vinnuna máttum við ekkert vera með símann og ég setti hann bara í vasann. Svo byrjaði hann bara að titra og titra. Svo fer ég í matarpásu og svara í símann og þá er það bara Ríkisútvarpið að hringja í mig og spyrja út í þetta lag og maður bara fríkar út.“ Eftir það ákvað Þormóður að hætta í vinnunni, hætti í skólanum og flutti til Reykjavíkur. Og síðan þá hafa verkefnin bara undið upp á sig og Þormóður hefur haft í nógu að snúast. Í dag gerir hann ekkert annað en að semja og taka upp tónlist. „Mamma hefur alltaf sagt mér að hafa plan b með tónlistinni. En svo þegar þetta lag kom út sagði hún við mig, hvað ert þú að gera í skóla? farðu suður og ekki vera sóa tímanum þínum hér,“ segir Þormóður. „Ég held að hann sé í algjörum sérflokki hvað varðar áhrif á íslenska dægurlagamenningu og bara tónlistarsmekk Íslendinga. Ég held að fólk átti sig ekki á því að ef það fílar ekki mig eða Jóa, en fílar Herra Hnetusmjör, þá fílar það Þormóð. Ef það fílar ekki Herra Hnetusmjör en Emmsjé Gauta, þá fílar það Þormóð,“ segir Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Með puttana í öllu „Áhrifin sem Þormóður hefur haft á senuna eru gífurleg. Hann er með puttanum í nánast öllu og er algjör súper pródúser. Það vilja allir vinna með honum og hann semur bara smelli,“ segir Herra Hnetusmjör. Tónlist Þormóðs er eins og áður segir gríðarlega vinsæl á Íslandi í dag og nær til stórs hóps af fólki á öllum aldri. „Aðalmálið er að gera tónlist sem mér finnst mjög góð og fæ góða tilfinningu að hlusta á. Ég reyni alltaf að lesa fólk sem ég leyfi að heyra hvort það sé að hafa gaman af þessu,“ segir Þormóður. „Hann er eiginlega stundum of mikill poppari og segir stundum við mig, Gauti þetta lag má ekki vera lengra en þrjár mínútur. Ég verð samt að hlusta á hann, því hann er að gera miklu fleiri hittara en ég í dag. Og gott dæmi, þá kom út lagið Malbik,“ segir Emmsjé Gauti. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kom meðal annars fram að hlustað hefur verið á lög eftir Þormóð yfir 36 milljón sinnum á Spotify. Ísland í dag Menning Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. Þormóður er pródúsentinn sem vinnur og semur tónlist með mörgum af heitustu popptónlistarmönnum samtímans og á hann heiður af nokkrum af stærstu smellunum sem hljómað hafa í útvarpinu þínu undanfarin ár. Jói P & Króli, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör og Huginn eru allt tónlistarmenn sem nýtt sér hafa hæfileika þessa hógværa unga manns og eru þeir allir sammála um að Þormóður sé rísandi stjarna í heimi íslenskrar og alþjóðlegrar dægurtónlistar. Frosti Logason hitti tónlistarmanninn í Íslandi í dag í gær og einnig þá Jóa P, Króla, Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör. Þormóður er einungis 23 ára gamall og var algjörlega óþekktur þegar tónlistarmennirnir Jói P og Króli römbuðu inn í litla stúdíóið hans á Ísafirði fyrir þremur árum síðan. Fríkaði út „Þeir komu sko bara inn einmitt á meðan ég var að leggja niður taktinn og var bara nýbyrjaður á honum. Svo byrja þeir bara að freestyle-a vers yfir taktinn koll af kolli og eftir um klukkutíma var þetta bara komið og lagið nánast tilbúið,“ segir Þormóður. Á þessum tíma þekktust þeir ekki neitt en þetta var upphafið af mjög gjöfulu samstarfi sem leiddi meðal annars til þess að út kom lagið B O B A sem gerði allt vitlaust á Íslandi haustið 2017. Lagið skaut strákunum upp á stjörnuhimininn á nánast einni nóttu þegar allir fjölmiðlar á Íslandi fóru samstundis að spila lagið og fjalla um Jóa P & Króla. „Ég fæ bara gæsahúð að hugsa til baka. Þetta var ógeðslega gaman og ég man að ég var að labba í vinnuna þegar myndbandið kom út og ég horfði á það á leiðinni í vinnuna. Svo þegar ég var mættur í vinnuna máttum við ekkert vera með símann og ég setti hann bara í vasann. Svo byrjaði hann bara að titra og titra. Svo fer ég í matarpásu og svara í símann og þá er það bara Ríkisútvarpið að hringja í mig og spyrja út í þetta lag og maður bara fríkar út.“ Eftir það ákvað Þormóður að hætta í vinnunni, hætti í skólanum og flutti til Reykjavíkur. Og síðan þá hafa verkefnin bara undið upp á sig og Þormóður hefur haft í nógu að snúast. Í dag gerir hann ekkert annað en að semja og taka upp tónlist. „Mamma hefur alltaf sagt mér að hafa plan b með tónlistinni. En svo þegar þetta lag kom út sagði hún við mig, hvað ert þú að gera í skóla? farðu suður og ekki vera sóa tímanum þínum hér,“ segir Þormóður. „Ég held að hann sé í algjörum sérflokki hvað varðar áhrif á íslenska dægurlagamenningu og bara tónlistarsmekk Íslendinga. Ég held að fólk átti sig ekki á því að ef það fílar ekki mig eða Jóa, en fílar Herra Hnetusmjör, þá fílar það Þormóð. Ef það fílar ekki Herra Hnetusmjör en Emmsjé Gauta, þá fílar það Þormóð,“ segir Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Með puttana í öllu „Áhrifin sem Þormóður hefur haft á senuna eru gífurleg. Hann er með puttanum í nánast öllu og er algjör súper pródúser. Það vilja allir vinna með honum og hann semur bara smelli,“ segir Herra Hnetusmjör. Tónlist Þormóðs er eins og áður segir gríðarlega vinsæl á Íslandi í dag og nær til stórs hóps af fólki á öllum aldri. „Aðalmálið er að gera tónlist sem mér finnst mjög góð og fæ góða tilfinningu að hlusta á. Ég reyni alltaf að lesa fólk sem ég leyfi að heyra hvort það sé að hafa gaman af þessu,“ segir Þormóður. „Hann er eiginlega stundum of mikill poppari og segir stundum við mig, Gauti þetta lag má ekki vera lengra en þrjár mínútur. Ég verð samt að hlusta á hann, því hann er að gera miklu fleiri hittara en ég í dag. Og gott dæmi, þá kom út lagið Malbik,“ segir Emmsjé Gauti. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kom meðal annars fram að hlustað hefur verið á lög eftir Þormóð yfir 36 milljón sinnum á Spotify.
Ísland í dag Menning Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira