Lífið í Katar ólíkt því sem Aron Einar og Kristbjörg höfðu vanist Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 10:24 Kristbjörg og Aron búa nú í Katar eftir áralanga búsetu í Bretlandi. Vísir/EgillA Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm
Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira