Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 11:01 Sólsetrið á Mars eins og það hefði komið mönnum fyrir sjónir með berum augum 25. apríl. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44