Cristiano Ronaldo skoraði sitt 700. mark á ferlinum þegar Portúgal tapaði fyrir Úkraínu í undankeppni EM 2020.
Ronaldo skoraði mark sitt úr vítaspyrnu í 2-1 tapi Portúgals ytra. Þetta var hans 95. landsliðsmark sem þýðir að aðeins Íraninn Ali Daei hefur skorað fleiri landsliðsmörk í fótboltasögunni en hann á 109 mörk fyrir Íran.
Úkraína er enn taplaus í B-riðli og er komin með öruggt sæti á EM. Portúgal er hins vegar með 11 stig í öðru sæti, stigi á undan Serbum, þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki í riðlinum.
Í öðrum leikjum kvöldsins vann Albanía 4-0 sigur á Moldóvu í riðli Íslands, Serbar unnu 1-2 sigur á Litháen og Kósovó vann 2-0 heimasigur á Svartfjallaandi.
Ronaldo kominn með 700 mörk á ferlinum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn