Erik Hamrén hefur opinberað byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020 í kvöld.
Ljóst var fyrir leikinn að Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson yrðu ekki með vegna meiðsla sem þeir hlutu gegn Frökkum á föstudag og þá er Aron Einar Gunnarsson ekki í hópnum vegna meiðsla.
Birkir Bjarnason heldur sæti sínu á miðjunni frá leiknum við Frakka en með honum þar verður Gylfi Þór Sigurðsson.
Arnór Ingvi Traustason heldur sæti sínu í byrjunarliðinu frá síðasta leik og á kantinum á móti honum kemur nafni hans Arnór Sigurðsson.
Þá kemur Jón Guðni Fjóluson inn í vörnina í stað Kára Árnasonar. Guðlaugru Victor Pálsson heldur sæti sínu í stöðu hægri bakvarðar.
Ísland breytir um leikkerfi og spilar með tvo framherja, Alfreð Finnbogason kemur inn og verður með Kolbeini Sigþórssyni frammi.
This is how we start our game in the @UEFAEURO qualifiers against Andorra!
Byrjunarlið Íslands gegn Andorra!#fyririslandpic.twitter.com/otOzZD0CqL
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 14, 2019