Vill stefnumótun um samskipti á íslensku Ari Brynjólfsson skrifar 14. október 2019 06:00 Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fréttablaðið/Sigurður „Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira