Dansárið 2018: Listræn tjáning kvenna Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 21:00 Úr dans- og sirkusverkinu Fjaðrafok sem er samvinnuverkefni Tinnu Grétarsdóttur og sviðslistahóps og írska sirkushópsins Fidget Feet. mynd/Steve Lorenz Þegar litið er yfir stöðu listdans á Íslandi árið 2018 sést skýrt að íslenskur dansheimur hvílir á herðum kvenna. Nánast allir okkar stærstu danshöfundar eru konur. Stjórnendur þeirra stofnana og hátíða sem hafa með listdans að gera eru nánast undantekningarlaust kvenkyns og konur eru í meirihluta þeirra dansara sem sjást á sviði, nema í launuðum störfum dansara við Íslenska dansflokkinn en þar eru karlar hálfdrættingar á við þær. Það hefur lengi verið þekkt staðreynd að nemendur í listdansi eru nánast eingöngu stúlkur. Það virðist vera stúlkum eiginlegt að tjá sig með líkama sínum bæði í hreyfingu og í listsköpun. Á undanförnum árum hafa nokkrir íslenskir kvendanshöfundar náð að skapa sér nafn bæði hér heima og erlendis. Á árinu 2018 var hægt að sjá verk eftir flesta þessa danshöfunda ýmist frumsýnd eða endursýnd.Sjálfstæða senan Þeir höfundar sem frumsýndu á árinu voru Melkorka Sigríður Magnúsdóttir með verkið Vakúm og Katrín Gunnarsdóttir með verkið Crescendo. Katrín frumsýndi einnig hér á landi verkið Að flytja fjöll ásamt leikhópnum Marmarabörn en það verk hefur lifað góðu lífi á erlendri grund um nokkurt skeið. Melkorka og Katrín hafa báðar þroskað með sér sterkan persónulegan stíl í danssköpun sinni og því alltaf tilhlökkunarefni að sjá hvað þær bjóða upp á. Ásrún Magnúsdóttir frumsýndi Hlustunarpartý og Anna Kolfinna Kuran Allar mínar systur á RDF Únglingurinn í Reykjavík en þar er áhersla á danssköpun með og fyrir unglinga. Ásrún, oft í samstarfi við Alexander Roberts, hefur skapað sér einstakan stíl í vinnu sinni með unglinga. Fegurðin sem hún nær fram hjá þeim er einstök. Anna Kolfinna hefur ekki samið mikið en það verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, margreyndar í bransanum, frumsýndu síðan í samvinnu við myndlistarkonuna Jóní Jónsdóttur dans- og myndlistaverkið Atómstjarna í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það verk er gott dæmi um hvernig listdansinn tekur á sig ýmsar myndir en verkið var sýnt í Ásmundarsal eða réttara sagt öllu því húsi og laut ekki síður lögmálum myndlistarinnar en hins hefðbundna listdansforms.Íslenski dansflokkurinn Íslenski dansflokkurinn með danssköpun Ernu Ómarsdóttur, listræns stjórnanda flokksins, og Valdimars Jóhannssonar, samstarfsmanns hennar, í fararbroddi setti mikinn svip á dansárið 2018. Það má segja að dansár flokksins hafi byrjað í lok ársins 2017 á listviðburðinum Norður og niður í Hörpu sem settur var upp af hljómsveitinni Sigur Rós. Verkin sem frumsýnd voru þar, Myrkrið faðmar eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson við tónlist Sigur Rósar og The Great Gathering eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts, áttu eftir að fylgja flokknum á nýju ári. Myrkrið og berskjöldun líkamans var þemað í þremur verkum Ernu og Valdimars til viðbótar. Fyrst í myndbands-innsetningunni Örævi á olíutönkunum í Örfisey á Vetrarhátíð. Svo sem dansverk á björtu sumarkvöldi í Hafnarhúsinu sem hluti af Listahátíð og að lokum í hefðbundnu umhverfi á sviði Borgarleikhússins í tengslum við sviðslistahátíðina Everybody’s Spectacular. Verk Ásrúnar og Alexanders birtist áhorfendum aftur á Listahátíð en þá í almannarýminu á Eiðistorgi. Þrír íslenskir danshöfundar aðrir fengu tækifæri til að skapa verk undir verndarvæng flokksins. Þyri Huld Árnadóttir og Hannes Þór Egilsson frumsýndu nýtt verk um grallarana Óð og Flexu, eða barnadansverkið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri, við mikinn fögnuð áhorfenda og Steinunn Ketilsdóttir tók þátt í haustsýningu flokksins með Verk 1, fyrsta verk af nokkrum sem hún ráðgerir að skapa í tengslum við rannsóknarvinnu á væntingum í listdansi.Danshátíðir Árið 2018 var ár danshátíða. Reykjavík dansfestival var á sínum stað með sína þrjá viðburði: Únglinginn í Reykjavík sem haldinn er í samvinnu við og fyrir ungt dansáhugafólk, ágústviðburðinn sem snérist mest um samtal og rannsóknarvinnu og svo Everybody’s Spectacular sem haldin hefur verið undanfarin ár í samstarfi við Leiklistarhátíðna Lókal. Ungi – sviðslistahátíð Assitej, samtaka um leikhús fyrir unga áhorfendur, var á sínum stað en þar gat að líta endursýningu á verkinu Fjaðrafok sem er samvinnuverkefni Tinnu Grétarsdóttur og sviðslistahópsins hennar Bíbí og Blaka og írska sirkushópsins Fidget Feet dans- og sirkusverkið. Tjarnarbíó blés til danshátíðar á vordögum þar sem eldri verk eins og barnadansverkið Vera og vatnið eftir Tinnu Grétarsdóttur, Fubar efir Sigríði Soffíu og Ég býð mig fram eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur komu aftur fyrir augu áhorfenda. Á Listahátíð Reykjavíkur gafst áhorfendum kostur á að sjá meðal annars verk Báru Sigfúsdóttur, Lover, en Bára sem hefur lengst starfað í Brussel hefur getið sér gott orð þar ytra sem danshöfundur og dansari. Rúsínan í pylsuendanum var svo risahátíðin Ice Hot, Nordic Dance Platform sem haldin var rétt fyrir jól. Þar fengu áhorfendur að sjá hvað hæst ber á Norðurlöndunum. Auk endursýninga á Shades of History eftir Katrínu Gunnarsdóttur og Overstatement/Oversteinunn: Expressions of expextations Steinunnar Ketilsdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Dans Fréttir ársins 2018 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þegar litið er yfir stöðu listdans á Íslandi árið 2018 sést skýrt að íslenskur dansheimur hvílir á herðum kvenna. Nánast allir okkar stærstu danshöfundar eru konur. Stjórnendur þeirra stofnana og hátíða sem hafa með listdans að gera eru nánast undantekningarlaust kvenkyns og konur eru í meirihluta þeirra dansara sem sjást á sviði, nema í launuðum störfum dansara við Íslenska dansflokkinn en þar eru karlar hálfdrættingar á við þær. Það hefur lengi verið þekkt staðreynd að nemendur í listdansi eru nánast eingöngu stúlkur. Það virðist vera stúlkum eiginlegt að tjá sig með líkama sínum bæði í hreyfingu og í listsköpun. Á undanförnum árum hafa nokkrir íslenskir kvendanshöfundar náð að skapa sér nafn bæði hér heima og erlendis. Á árinu 2018 var hægt að sjá verk eftir flesta þessa danshöfunda ýmist frumsýnd eða endursýnd.Sjálfstæða senan Þeir höfundar sem frumsýndu á árinu voru Melkorka Sigríður Magnúsdóttir með verkið Vakúm og Katrín Gunnarsdóttir með verkið Crescendo. Katrín frumsýndi einnig hér á landi verkið Að flytja fjöll ásamt leikhópnum Marmarabörn en það verk hefur lifað góðu lífi á erlendri grund um nokkurt skeið. Melkorka og Katrín hafa báðar þroskað með sér sterkan persónulegan stíl í danssköpun sinni og því alltaf tilhlökkunarefni að sjá hvað þær bjóða upp á. Ásrún Magnúsdóttir frumsýndi Hlustunarpartý og Anna Kolfinna Kuran Allar mínar systur á RDF Únglingurinn í Reykjavík en þar er áhersla á danssköpun með og fyrir unglinga. Ásrún, oft í samstarfi við Alexander Roberts, hefur skapað sér einstakan stíl í vinnu sinni með unglinga. Fegurðin sem hún nær fram hjá þeim er einstök. Anna Kolfinna hefur ekki samið mikið en það verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, margreyndar í bransanum, frumsýndu síðan í samvinnu við myndlistarkonuna Jóní Jónsdóttur dans- og myndlistaverkið Atómstjarna í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það verk er gott dæmi um hvernig listdansinn tekur á sig ýmsar myndir en verkið var sýnt í Ásmundarsal eða réttara sagt öllu því húsi og laut ekki síður lögmálum myndlistarinnar en hins hefðbundna listdansforms.Íslenski dansflokkurinn Íslenski dansflokkurinn með danssköpun Ernu Ómarsdóttur, listræns stjórnanda flokksins, og Valdimars Jóhannssonar, samstarfsmanns hennar, í fararbroddi setti mikinn svip á dansárið 2018. Það má segja að dansár flokksins hafi byrjað í lok ársins 2017 á listviðburðinum Norður og niður í Hörpu sem settur var upp af hljómsveitinni Sigur Rós. Verkin sem frumsýnd voru þar, Myrkrið faðmar eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson við tónlist Sigur Rósar og The Great Gathering eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts, áttu eftir að fylgja flokknum á nýju ári. Myrkrið og berskjöldun líkamans var þemað í þremur verkum Ernu og Valdimars til viðbótar. Fyrst í myndbands-innsetningunni Örævi á olíutönkunum í Örfisey á Vetrarhátíð. Svo sem dansverk á björtu sumarkvöldi í Hafnarhúsinu sem hluti af Listahátíð og að lokum í hefðbundnu umhverfi á sviði Borgarleikhússins í tengslum við sviðslistahátíðina Everybody’s Spectacular. Verk Ásrúnar og Alexanders birtist áhorfendum aftur á Listahátíð en þá í almannarýminu á Eiðistorgi. Þrír íslenskir danshöfundar aðrir fengu tækifæri til að skapa verk undir verndarvæng flokksins. Þyri Huld Árnadóttir og Hannes Þór Egilsson frumsýndu nýtt verk um grallarana Óð og Flexu, eða barnadansverkið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri, við mikinn fögnuð áhorfenda og Steinunn Ketilsdóttir tók þátt í haustsýningu flokksins með Verk 1, fyrsta verk af nokkrum sem hún ráðgerir að skapa í tengslum við rannsóknarvinnu á væntingum í listdansi.Danshátíðir Árið 2018 var ár danshátíða. Reykjavík dansfestival var á sínum stað með sína þrjá viðburði: Únglinginn í Reykjavík sem haldinn er í samvinnu við og fyrir ungt dansáhugafólk, ágústviðburðinn sem snérist mest um samtal og rannsóknarvinnu og svo Everybody’s Spectacular sem haldin hefur verið undanfarin ár í samstarfi við Leiklistarhátíðna Lókal. Ungi – sviðslistahátíð Assitej, samtaka um leikhús fyrir unga áhorfendur, var á sínum stað en þar gat að líta endursýningu á verkinu Fjaðrafok sem er samvinnuverkefni Tinnu Grétarsdóttur og sviðslistahópsins hennar Bíbí og Blaka og írska sirkushópsins Fidget Feet dans- og sirkusverkið. Tjarnarbíó blés til danshátíðar á vordögum þar sem eldri verk eins og barnadansverkið Vera og vatnið eftir Tinnu Grétarsdóttur, Fubar efir Sigríði Soffíu og Ég býð mig fram eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur komu aftur fyrir augu áhorfenda. Á Listahátíð Reykjavíkur gafst áhorfendum kostur á að sjá meðal annars verk Báru Sigfúsdóttur, Lover, en Bára sem hefur lengst starfað í Brussel hefur getið sér gott orð þar ytra sem danshöfundur og dansari. Rúsínan í pylsuendanum var svo risahátíðin Ice Hot, Nordic Dance Platform sem haldin var rétt fyrir jól. Þar fengu áhorfendur að sjá hvað hæst ber á Norðurlöndunum. Auk endursýninga á Shades of History eftir Katrínu Gunnarsdóttur og Overstatement/Oversteinunn: Expressions of expextations Steinunnar Ketilsdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Fréttir ársins 2018 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira