Enski boltinn

Melchiot: Pogba er lykillinn

Dagur Lárusson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Mario Melchiot, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi, segir að Paul Pogba sé lykillinn að góðum árangri United síðustu vikur og muni vera það í framtíðinni.

 

Eftir að José Mourinho var látinn fara frá félaginu hefur Paul Pogba farið mikinn og skorað hvert markið á eftir öðru. Melchiot telur ástæðuna vera að Pogba fái meira frelsi nú heldur en áður.

 

„Þegar allt gengur vel og þegar allt gengur illa, þá horfa allir til hans. Mér líkar vel við hann sem leikmann og sérstaklega þegar hann spilar með bros á vor eins og gegn Bournemouth.“

 

„Þannig kynntist ég honum, hann var fjörugur strákur með miklu orku og hamingju í sér og ég tel að það sé að koma aftur hjá honum núna.“

 

„Nú er hann lykilleikmaður vegna þeirrar stöðu sem hann spilar. Það er mín skoðun að þegar hann er látinn spila út úr stöðu að þá munt þú aldrei ná því besta úr honum. Þegar hann fær að spila í þessu frjálsa hlutverki þá skilar hann alltaf sínu.“

 

„Hann er leikmaðurinn sem United þarf á að halda. Hann getur látið United verða aftur United.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×