Lífið

Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli Hólm fer á kostum í Einkalífinu.
Sóli Hólm fer á kostum í Einkalífinu. Vísir
Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. Sólmundur er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer grínistinn um víðan völl í viðtalinu.

Talið berst meðal annars að skemmtanalífinu og hvort Sóli sé mikill djammari.

„Ég djamma aldrei og það er alls ekki út af því að ég á svo mikið af börnum. Ég er bara ömurlegur drykkjumaður,“ segir Sóli.

„Eins og pabbi hefur oft sagt, hann er algjör aumingi í drykkju. Ég er bara lélegur í þessu. Ég opna aldrei bjór heima hjá mér og drekk hann, aldrei. Ég drekk bara til að vera fullur með vinum mínum, mér finnst það gaman. Það er oftast bara við félagarnir saman og ég hef ekkert gaman af því að fara niður í bæ.“

Í þættinum ræðir hann einnig um upphaf ferilsins, bróður sinn Sigurð Sólmundarson, sem gengur undir nafninu Buddan eða Costco gaurinn, baráttuna við krabbameinið, nýja uppistandssýningu og um það hversu lélegur drykkjumaður hann er í raun og veru.

Hér að ofan má sjá sjötta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.

Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision

"Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.