Khloé sakar Jordyn Woods um lygar Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 10:15 Woods var áður í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar en er úti í kuldanum eftir umtalað atvik í gleðskap á heimili Kylie Jenner. Vísir/Getty Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd. Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd.
Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50
Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30
Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30
Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30