Deildin fer aftur af stað í komandi viku og fóru sérfræðingarnir yfir stöðu mála hjá liðunum.
Þeir röðuðu liðunum niður í styrkleikaröð eftir því hvar þau standa nákvæmlega núna að mati sérfræðinganna.
Liðin sem koma lélegust inn í deildina og sitja í fallsætunum í styrkleikaröðuninni þegar deildin hefst eru nýliðarnir tveir, Þór Akureyri og Fjölnir.
Af þeim liðum sem voru í deildinni í fyrra eru það ÍR-ingar sem koma inn í lélegasta standinu og sitja í 10. sæti.
ÍR fór alla leið í úrslitaeinvígið í vor en liðið hefur breyst mjög síðan þá og misst marga lykilmenn.
Umræðuna um þessi þrjú lið má sjá í spilaranum í fréttinni.