Rúnar um Skúla Jón: Mikill missir fyrir okkur í klefanum og félagið sjálft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 19:30 Skúli Jón fagnar eftir sigurinn á Hlíðarenda fyrr í sumar. Vísir/Bára Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31