Rúnar um Skúla Jón: Mikill missir fyrir okkur í klefanum og félagið sjálft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 19:30 Skúli Jón fagnar eftir sigurinn á Hlíðarenda fyrr í sumar. Vísir/Bára Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31