Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hefur lokið keppni á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Doha í Katar.
Tvö af þremur köstum Guðna voru ógild. Í annarri tilraun kastaði hann 53,91 metra.
Það dugði Guðna skammt en til að tryggja sig beint inn í úrslitin hefði hann þurft að kasta yfir 65 metra eða enda á meðal tólf efstu í báðum kasthópum.
Guðni varð sextándi í sínum kasthóp og er því úr leik á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum.
Hann var eini íslenski keppandinn á mótinu og því er þátttöku Íslands á HM lokið.

