Vorverkin í sveitinni í janúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 20:45 Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira