Dagur: Stefnir í góða átt hjá Íslandi en fleiri lönd eiga efnilega leikmenn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan á HM. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00
Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00
Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða