Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2019 19:54 Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira