Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 10:57 Aron Einar vildi ekki tjá sig mikið um burstamálið svokallaða. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18