Þjálfari Tyrkja sagði sitt lið þreytt en þó betra en Ísland Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2019 21:16 Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, ásamt túlki (til hægri) á blaðamannafundinum í kjallara Laugardalsvallar í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira