Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti þetta á miðlum sínum nú í morgun en ekki var uppselt fyrr en snemma í morgun.
Það er uppselt á leik Íslands og Tyrklands í dag!
Það er bongó! Mætum snemma á völlinn og hvetjum strákana til sigurs!
Förum saman á EM 2020!#fyririslandpic.twitter.com/yWSSX9o4e6
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2019
Ekki var uppselt á leik Íslands og Albaníu á laugardaginn en um níu þúsund manns voru á leiknum sem vannst 1-0 með glæsilegu marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar.
Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála í kvöld og hefst upphitun klukkan 17.30.