Stjarnan getur enn mætt þremur liðum í undanúrslitunum og KR-liðið fjórum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 12:30 Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Antti Kanervo og Arnar Guðjónsson fylgjast örugglega vel með leikjum kvöldsins. Vísir/Vilhelm KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR] Dominos-deild karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR]
Dominos-deild karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik