Erlent

Grínistinn efstur í Úkraínu

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Volodymyr Zelenskiy á kjörstað í gær.
Volodymyr Zelenskiy á kjörstað í gær. Fréttablaðið/EPA
Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. Samkvæmt spánum fékk hann 30,4 prósent atkvæða en næstur kom núverandi forseti, Petro Poroshenko, með 17,8 prósent.

Þar sem enginn hlaut meirihluta atkvæða í fyrri umferð þarf að kjósa á milli efstu tveggja frambjóðendanna 21. apríl. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Yulia Tymosh­enko, var samkvæmt spám í þriðja sæti með 14,2 prósent atkvæða en frambjóðendur voru 39 talsins.

Zelenskiy, sem hefur enga reynslu af stjórnmálastarfi, hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum undanfarið. Kosningabarátta hans hefur verið óhefðbundin en hann hefur ekki haldið stóra kosningafundi og farið í fá viðtöl. Hann hefur notast mikið við samfélagsmiðla sem hefur höfðað til ungra kjósenda.

Fari svo að Zelenskiy verði forseti Úkraínu myndi söguþráður gamanþátta hans verða að veruleika. Þar leikur Zelenskiy venjulegan mann sem verður forseti eftir að hafa barist gegn spillingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×