Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 16:44 William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Hann metur nú hvort að ritskoða þurfi hluta skýrslu Mueller. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15