Körfubolti

Ægir Þór að blómstra í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Vilhelm
Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik í gærkvöldi þegar Stjarnan komst í 2-1 í einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla.

Ægir var með 27 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og hefur ekki skilað fleiri framlagsstigum (28) eða stigum (27) í einum leik í allan betur.

Það er líka fróðlegt að skoða tölfræði Ægis í fyrstu þremur leikjum úrslitakeppninnar og bera þær síðan saman við tölfræði hans frá tímabilinu.

Ægir er nú að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn á ferli sínum en hann komast aldrei þangað með Fjölni og yfirgaf líka KR-liðið tímabilið 2015-16 áður en úrslitakeppnin byrjað.

Ægir hefur spilað í úrslitakeppni í 1. deildinni og í b-deildinni á Spáni en er nú með í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í fyrsta sinn á ferlinum.

Það er samt engin byrjendabragur á Ægi í fyrstu úrslitakeppninni því hann hefur hækkað sig í næstum því öllum tölfræðiþáttum frá því í deildarkeppninni.

Hér fyrir neðan má sjá hvar Ægir Þór Steinarsson hefur bætt sig í úrslitakeppni miðað við deildarkeppnina:



Munur á deild og úrslitakeppni hjá Ægi Þór Steinarssyni:

Stig að meðaltali í leik:

Deildin: 11,5 í leik

Úrslitakeppnin: 16,7 í leik

Stoðsendingar að meðaltali í leik:

Deildin: 7,5 í leik

Úrslitakeppnin: 8,0 í leik

Framlag í leik:

Deildin: 15,7 í leik

Úrslitakeppnin: 21,3 í leik

Fráköst að meðaltali í leik:

Deildin: 4,7 í leik

Úrslitakeppnin: 5,0 í leik

Stolnir boltar að meðaltali í leik:

Deildin: 1,4 í leik

Úrslitakeppnin: 1,7 í leik

Fiskaðar villur að meðaltali í leik:

Deildin: 2,9 í leik

Úrslitakeppnin: 4,7 í leik

Tapaðir boltar að meðaltali í leik:

Deildin: 3,0 í leik

Úrslitakeppnin: 1,3 í leik

3ja stiga skotnýting:

Deildin: 30,5 prósent

Úrslitakeppnin: 33,3 prósent

Vítanýting:

Deildin: 68,1 prósent

Úrslitakeppnin: 76,9 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×