Sömu heimildir herma að RÚV vilji ekki endurskoða skilmálana. Hefja átti tökur í næstu viku en því hefur verið frestað fram yfir páska. Vegna mikilla anna Ólafs Darra mun ekki hægt að fresta tökum lengur.
Áætlaður framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. Samkvæmt lögfræðiáliti fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins stangast skilmálar RÚV gagnvart sjálfstæðum framleiðendum á við reglur um Evrópustyrki og reglur um endurgreiðslur á Íslandi.

Í lögfræðiálitinu segir að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. „Það ríkir mikil óvissa í kvikmyndagreininni vegna þeirra álitamála sem lögð eru til grundvallar í lögfræðiálitinu,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Áttu þau fund með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á þriðjudag.
„Við vonumst til að málið fari að skýrast á næstu dögum og vikum þa r sem það veldur nú þegar skaða,“ segir Sigríður sem gagnrýnir hægagang í stjórnsýslunni.