Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2019 18:08 Ragnar Þór var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bylgjan Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir óráðin örlög flugfélagsins WOW air, sem berst nú í bökkum við að forða sér frá gjaldþroti, vissulega geta haft áhrif á kjaraviðræður sem nú standa yfir. Hann segir VR verða að vera tilbúið að taka á móti þeim félagsmönnum sem koma til með að missa vinnuna, fari svo að WOW air haldi ekki flugi. Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Ragnar Þór sagði þó í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræðum hafi verið frestað af margvíslegum ástæðum, þó staða WOW hafi vissulega spilað þar inn í. Ragnar Þór var gestur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna. „Hún getur svo sannarlega haft áhrif en breytir ekki þeirri stöðu sem okkar félagsmenn eru í, að krafa okkar um að fólk geti lifað með mannlegri reis á dagvinnulaunum sé haldið til haga og sömuleiðis að hér verði kerfisbreytingar til að bæta kjör almennings til bæði lengri og skemmri tíma með aðgerðum meðal annars í húsnæðismálum og varðandi vexti og verðtryggingu,“ segir Ragnar Þór.Áhrif mögulegs gjaldþrots WOW á hagkerfið stór þáttur Aðspurður hvernig niðurstaða í máli WOW gæti haft áhrif á áframhaldandi viðræður sagði hann þá svörtu mynd sem máluð hefði verið upp af hagkerfinu, færi WOW í gjaldþrot, spila stórt hlutverk. „Meðal annars að hér fari verðbólga í allt að sex prósent. Það mun kosta það einfaldlega að skuldir heimilanna munu hækka um hundruð milljarða á nánast einum vettvangi og það er eitthvað sem við í verkalýðshreyfingunni munum ekki sætta okkur að við að hér komi slíkur skellur í heimilisbókhaldið, að hér hækki skuldir upp úr öllu valdi út af því að eitt fyrirtæki fellur,“ segir Ragnar Þór. Hann bætir því við að ef til þess komi að hagkerfið taki stóran skell vegna falls WOW, verði verkalýðsfélögin einfaldlega að skerpa á kröfugerð sinni gagnvart stjórnvöldum. Tryggja verði að mótaðili viðræðnanna, lánveitandinn, „taki álíka mikla ábyrgð og skell eins og heimilin hafa ávallt verið látin gera,“ þegar aðstæður sem þær sem nú eru uppi hjá WOW koma til. Ragnar Þór segir mögulegt að verkalýðsfélögin gerist nauðbeygð til þess að breyta kröfugerð sinni til þess að mæta þeim aðstæðum sem skapast gætu vegna mögulegs falls WOW. „En þetta eru í raun hlutir sem að við erum bara í þessum töluðum orðum að funda um og ræða mögulegar lausnir og viðbrögð við þeirri stöðu sem upp getur komið. Hitt er annað mál að það hefur líka komið fram í umræðunni að áhrifin verði óveruleg,“ segir Ragnar.Verða að geta tekið á móti félagsmönnum sem misst gætu vinnuna Hann segir mikilvægt að VR verði í stakk búið til þess að taka á móti þeim félagsmönnum sínum sem fall WOW air hefði áhrif á með beinum hætti, það er, starfsfólk félagsins. „Það er að mörgu að huga í þessu, ekki bara áhrif á hagkerfið eða lífskjör almennings til skemmri og lengri tíma heldur líka það sem er að gerast beint fyrir kjör starfsfólks sem að missir þarna vinnu.“ Að lokum sagði Ragnar það ekki hafa verið að frumkvæði stéttarfélaganna sem viðræðum var slegið á frest. „Að er í sjálfu sér ekki að okkar frumkvæði sem við erum að fresta þessum fundi. Fyrst og fremst kannski að okkar viðsemjendur hafa ekki viljað ræða launaliðinn meðan þessi óvissa er. Meðan við getum ekki rætt launaliðinn og höfum engar forsendur til að taka afstöðu til áframhaldandi viðræðna þá er bara þessi óvissa uppi og við vonum að hún eyðist sem allra fyrst þannig að við getum brett upp ermar og klárað þetta.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir óráðin örlög flugfélagsins WOW air, sem berst nú í bökkum við að forða sér frá gjaldþroti, vissulega geta haft áhrif á kjaraviðræður sem nú standa yfir. Hann segir VR verða að vera tilbúið að taka á móti þeim félagsmönnum sem koma til með að missa vinnuna, fari svo að WOW air haldi ekki flugi. Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. Ragnar Þór sagði þó í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræðum hafi verið frestað af margvíslegum ástæðum, þó staða WOW hafi vissulega spilað þar inn í. Ragnar Þór var gestur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna. „Hún getur svo sannarlega haft áhrif en breytir ekki þeirri stöðu sem okkar félagsmenn eru í, að krafa okkar um að fólk geti lifað með mannlegri reis á dagvinnulaunum sé haldið til haga og sömuleiðis að hér verði kerfisbreytingar til að bæta kjör almennings til bæði lengri og skemmri tíma með aðgerðum meðal annars í húsnæðismálum og varðandi vexti og verðtryggingu,“ segir Ragnar Þór.Áhrif mögulegs gjaldþrots WOW á hagkerfið stór þáttur Aðspurður hvernig niðurstaða í máli WOW gæti haft áhrif á áframhaldandi viðræður sagði hann þá svörtu mynd sem máluð hefði verið upp af hagkerfinu, færi WOW í gjaldþrot, spila stórt hlutverk. „Meðal annars að hér fari verðbólga í allt að sex prósent. Það mun kosta það einfaldlega að skuldir heimilanna munu hækka um hundruð milljarða á nánast einum vettvangi og það er eitthvað sem við í verkalýðshreyfingunni munum ekki sætta okkur að við að hér komi slíkur skellur í heimilisbókhaldið, að hér hækki skuldir upp úr öllu valdi út af því að eitt fyrirtæki fellur,“ segir Ragnar Þór. Hann bætir því við að ef til þess komi að hagkerfið taki stóran skell vegna falls WOW, verði verkalýðsfélögin einfaldlega að skerpa á kröfugerð sinni gagnvart stjórnvöldum. Tryggja verði að mótaðili viðræðnanna, lánveitandinn, „taki álíka mikla ábyrgð og skell eins og heimilin hafa ávallt verið látin gera,“ þegar aðstæður sem þær sem nú eru uppi hjá WOW koma til. Ragnar Þór segir mögulegt að verkalýðsfélögin gerist nauðbeygð til þess að breyta kröfugerð sinni til þess að mæta þeim aðstæðum sem skapast gætu vegna mögulegs falls WOW. „En þetta eru í raun hlutir sem að við erum bara í þessum töluðum orðum að funda um og ræða mögulegar lausnir og viðbrögð við þeirri stöðu sem upp getur komið. Hitt er annað mál að það hefur líka komið fram í umræðunni að áhrifin verði óveruleg,“ segir Ragnar.Verða að geta tekið á móti félagsmönnum sem misst gætu vinnuna Hann segir mikilvægt að VR verði í stakk búið til þess að taka á móti þeim félagsmönnum sínum sem fall WOW air hefði áhrif á með beinum hætti, það er, starfsfólk félagsins. „Það er að mörgu að huga í þessu, ekki bara áhrif á hagkerfið eða lífskjör almennings til skemmri og lengri tíma heldur líka það sem er að gerast beint fyrir kjör starfsfólks sem að missir þarna vinnu.“ Að lokum sagði Ragnar það ekki hafa verið að frumkvæði stéttarfélaganna sem viðræðum var slegið á frest. „Að er í sjálfu sér ekki að okkar frumkvæði sem við erum að fresta þessum fundi. Fyrst og fremst kannski að okkar viðsemjendur hafa ekki viljað ræða launaliðinn meðan þessi óvissa er. Meðan við getum ekki rætt launaliðinn og höfum engar forsendur til að taka afstöðu til áframhaldandi viðræðna þá er bara þessi óvissa uppi og við vonum að hún eyðist sem allra fyrst þannig að við getum brett upp ermar og klárað þetta.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins. 25. mars 2019 10:20
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01