Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 06:30 "Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei,“ segir Davíð. Fréttablaðið/Stefán Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg. Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg.
Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira