Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:49 Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn. Jól Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn.
Jól Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira